12.2.15

Update frá Barcelona!

NEI HÆ!

Já þessi síða lifir enn, þó við séum ansi lélegar í blogginu, annars er aaaaaansi margt búið að gerast síðan seinasta blogg leit dagsins ljós. Jólafrí til Íslands, þriðja önnin í náminu búin, Barcelona leikur, ótal mörg tjútt, mikið skoðað í borginni og við komnar vel á veg með TO DO listann okkar og margt margt fleira. 

Í þetta sinn verður þetta blogg fullt af myndum ásamt loforði um fleiri blogg árið 2015.
















Fyrir áhugasama er ykkur svo velkomið að fylgjast með okkur á Instagram þar sem við erum duglegar að spamma Barcelona lífið okkar, við erum svo enn duglegri á Snapchat:

Instagram:
@birnamarin
@eydishalldorsdottir

Snapchat
/birnamarin
/eydishalldors

Þangað til næst
xx
- Birna Marín


12.11.14

PARÍS

Bonjour! 

Við Spánarbúarnir erum komnar heim eftir þrjá voða huggulega daga í París. 
Þrjá kalda daga líka! Brr.. 


Ferðin var auðvita mynduð frá A til Ö, enda ekki á hverjum degi sem bakgrunnurinn er Eiffel turninn, Notre Dame eða Louvre. Ég ætla því að leyfa brot af þeim mörg hundruð myndum sem voru teknar að segja ferðasöguna…

Dagur 1

Fyrsta stopp var Sacré Cæur

Stærðin á þessari borg er mun meiri en við gátum ímyndað okkur
Moulin Rouge
Gatan sem við löbbuðum til að komast að þessum sögufræga klúbbi er gjörsamlega þakin kynlífsbúðum!
Ágætlega sjabbí það.. 
Næst var það sjálfur Eiffel...
Við eyddum nokkuð mörgum klukkutímum í að dást bæði að turninum sjálfum og útsýninu sem hann býður upp á þegar upp á 2. hæðina er komið. 




Svo hófst tröppuhlaupið upp Eiffel...

Tröppuhlaupið upp þessar 340 tröppur er ekkert grín fyrir þreyttar fætur. Við fundum að minnsta kosti fyrir því að hafa dröslast þarna upp daginn eftir. Birna getur líka staðfest það að á tímabili munu lofthræddir einstaklingar efast stórlega um að lifa þessa svaðilför af. Örlítil dramatík ;)
Ég mæli samt með tröppunum... Röðin í lyftuna er alls ekki heillandi! 
Útsýnið var svo sannarlega ekki af verri endanum á fyrstu hæðinni! Haustlitir og sólsetur!
Sú ofthrædda sátt með að vera hálfnuð upp!
Sáttastar komnar á 2. hæð!
Útsýnið þaðan er topp nice! 

P.s að vera á leiðinni upp í ljósaskiptum er toppurinn!

Dagur 2

Við afrekuðum það að eiga selfie af okkur við alla helstu túristastaði borgarinnar!
Selfie er í tísku er það ekki annars? 

Ein lítil dama ákvað að photobomba mig þarna fyrir aftan og stela senunni með þessu fína pósi sínu 
Lásabrúin
...já og auðvita selfie á lásabrúnni ;)
"hæ, þið þarna niðri"
Við semsagt náðum báðar næstum því að tylla puttanum á toppinn á Louvre...

Við endann á Champs Élysées (stóru verslunargötunni) var verið að reisa þennan krúttlega jólamarkað. Því miður var ekki búið að opna! Þessi jólamarkaður nær sirka hálfa götuna (hún er mjööög löng) svo það ætti aldeilis að vera hægt að jóla yfir sig þar! Ég þarf 150% að fara þangað fyrir jól einn daginn!
Næst var svo biðröð eftir þessu lostæti! Saltkaramellu makarónan.. ó almáttugr! Ég held ég ljúgi því ekki þegar ég segi að þetta er eitt það albesta bakkelsi sem ég hef smakkað. Svona keypt-úr-búð bakkelsu að minnsta kosti! 
Komnar á leiðarenda: Arc de Triomphe
Vanalega er ekki risa fáni í miðjunni og búið að stilla upp kömrum og girðingum skilst mér... Þarna voru einhver hátíðarhöld og sjónvarpsútsending á dagskrá um kvöldið. 
Dagur 3
Síðasti dagurinn var ótrúlega lítið skipulagður hjá okkur. Virkilega þægilegt að eiga einn dag án þess að vera með planaða dagskrá.
Byrjuðum við Pompidou safnið. Hverfið þar í kring er krúttlegt og nice!
Franskur lunch á mjög svo frönskum stað... Auðvita varð crépes fyrir valinu!
Lúxemborgargarðurinn í 6. hverfi Parísar er æði!
Auðvitað var komið við í Laudrée og tekið nokkrar makarónur með í lautarferð... 
Það er haustlegt í París þessa dagana. Haustdagar er eitthvað sem ég var búinað sakna!
Snögg hætti þó við að sakna haustsins þegar ég fann kuldan sem fylgir því!

Au Revour!

Þetta er semsagt sirka 1% af myndum ferðarinnar ;) 
Ég þurfti að hemja mig að setja ekki fleiri 

Þrátt fyrir að París sé æði þá komumst við að því hvað elsku borgin okkar er topp næs! Topp 3 kostirnir sem Barcelona hefur fram yfir París: Hreinni, hlýrri og ódýari! Metro kerfið í París er heldur ekkert upp á marga fiska! 

Hér í Barce er þó líka farið að kólna. Við sitjum hér í kuldanum með sæng ofan á okkur, kappklæddar, í ullarsokkum og með rautt nef af kulda! Okei hér er kannski smá dramatík í gangi. Hér eru enn 16 gráður úti en ég er ekki að ljúga því að okkur er skít kalt hér inni. Hvernig stendur á því að  það er heitara úti en inni skil ég ekki... við þurfum líklega að fara að splæsa í kyndingu! 

Við eigum enn 4 daga eftir í fríi þar til næsta skólatörn byrjar. Á föstudaginn fáum við heimsókn yfir helgina svo þessir 4 dagar eiga eftir að líða hratt! :)

Þar til næst...
Eydís
x

7.11.14

Á lífi í Barce!



Nei hæ þið! Við erum sko á lífi þrátt fyrir bloggleysi, fyrsta önnin í mastersnáminu búin og 5 próf á 5 dögum lauk í dag, mikið sem við erum fegnar! 

Skólinn er vægast sagt æðislegur, erum bara 19 í mastersnáminu núna og öll kennsla er mjög persónubundin og allir kennarnir þekkja okkur með nafni (það er að segja þeir sem geta sagt nafnið mitt og Eydísar, smá vandræði í gangi og Eydís oftast kölluð 80's). Við erum að elska skipulagið á náminu hérna úti, við tökum 5 áfanga í einu á 5 vikum og klárum þá, svo byrjar ný önn og nýir áfangar, en það sem við gjörsamlega dýrkum eru fríin sem við fáum inn á milli anna. Eftir hverja önn er vikufrí- bráðnauðsynlegt til að hlaða batteríin. 

Októbermánuður flaug framhjá og erum við orðnar ansi hræddar um að þessir 9 mánuðir verði fljótir að líða- eins gott að njóta

Hjá mér fór október að mestu í heimþrá, verð að viðurkenna að þetta ferli tók ekkert smá á litla barnið sem hefur aldrei flutt út frá hótel mömmu og pabba. En þó maður sakni allra heima þá er æðislegt að búa hérna og svo gaman að upplifa eitthvað nýtt. Inn á milli lærdómsstunda reynum við herbergissystur að vera duglegar að fara út og skoða allt það helsta sem borgin hefur uppá að bjóða.  



Núna byrjar semsagt vikufríið okkar og ó sú gleði, skyndiákvörðun hjá okkur að ''hoppa'' bara yfir til Parísar á sunnudaginn. Kostar skít og kanil að fljúga og aldeilis sem við ætlum að nýta okkur tækifærið og skoða Evrópu meðan maður býr ekki á litla rándýra skerinu. 



Síðan næstu helgi fær litla barnið mömmuknús þar sem mamma og Svana koma í heimsókn yfir helgina, svo yndislegt og verður gaman að sýna þeim borgina. Framundan er mikil gleði og hlökkum við til að sýna ykkur allt það helsta frá París (verðum örugglega pirrandi á Snapchat og Instagram en kommon verðum í París, það má) 

Knús og kram,
Þangað til næst
-Birna